Saga fótboltamótanna í Einarsstofu á sunnudag
7. júní, 2019

Eitt merkilegasta frumkvæði Eyjamanna í íþróttum er Tommamótið í Vestmannaeyjum, fótboltamót fyrir sjötta flokk drengja, níu og tíu ára sem fyrst var haldið 1984. Týrarar héldu mótið sem átti eftir að stækka og dafna en þarna var grunnurinn lagður sem haldist hefur lítið breyttur síðan. Hugmyndin var eins manns, Lárusar heitins Jakobssonar sem var laginn við að fá fólk á sitt band. Þar með fór boltinn að rúlla og í ár stefnir í stærsta peyjamótið frá upphafi en Tommanafnið heyrir sögunni til og nú er það Orkumótið.

Seinna fóru Þórarar af stað með Pæjumót sem byggt var á sömu hugmyndinni. Það hefur gengið í gegnum nokkrar breytingar en eftir að því var breytt í mót fyrir fimmta flokk kvenna hefur leiðin legið upp á við. Fyrir þetta unga fólk er mót í Vestmannaeyjum, eitthvað sem það aldrei gleymir og þau verða ekki stærri mótin á ferlinum þó þau heiti EM eða HM. Það er ekki margt landsliðsfólkið sem ekki hefur keppt frá mótunum í Eyjum. Það sést á stóru mótunum sem íslensk landslið karla og kvenna taka þátt í.

Fyrirmynd annarra móta
Sigríður Inga Kristmannsdóttir hefur undanfarið unnið að sýningu sem opnuð verður í Einarsstofu í Safnahúsi klukkan eitt á sunnudaginn. Þar er saga mótanna rakin í máli og myndum. Tilhlökkunarefni fyrir allt Eyjafólk sem þarna fær tækifæri til að rifja upp glæsta sögu mótanna sem eru fyrirmynd móta sem haldin eru fyrir yngra knattspyrnufólk um land allt. En Orkumótið og TM mótið eins og Pæjumótið heitir í dag halda velli og vel það.

Tommamótið fékk nafn af Tommahamborgurum sem Tómas Tómasson á Hamborgarbúllunni átti og rak árið 1984 þegar blásið var til fyrsta mótsins í Eyjum. Árið 1991 varð það Shellmótið og Orkumótið árið 2015. „Núna erum við að halda stærsta Orkumótið frá upphafi. Það mæta 112 lið frá 39 félögum og ef við margföldum með tíu verða keppendur um 1120 auk fararstjóra, þjálfara, foreldra og annarra sem fylgja liðunum. Þetta er því ansi stór hópur sem mætir,“ segir Sigga Inga sem í næstu viku tekur á móti fimmta flokks stelpum á TM mótið.

Hafa dafnað og vaxið
Mjór er mikils vísir á við um peyjamótið því á fyrsta Tommamótið mættu 300 drengir frá 17 félögum og var mikið fjör. Þórarar gerðu sér lítið fyrir og urðu fyrstu Tommamótsmeistararnir í flokki A-liða.

Þarna var samkeppni á milli félaganna og Þórarar vildu ekki láta sitt eftir liggja. Fóru af stað með fyrsta stúlknamótið árið 1990. „Það var fyrir annan, þriðja og fjórða flokk og fór ágætlega af stað. Það fór þó að halla undan fæti í kringum aldamótin þar sem fleiri mót höfðu bæst við um land allt og eins fannst stelpunum ekki spennandi að koma oft til Vestmannaeyja. Árið 2005 var mótinu breytt í 5. flokks mót, Þá voru þátttakendur tæplega 300 frá 8 félögum. Fjórum árum seinna voru félögin orðin 14 og rúmlega 400 þátttakendur, síðan þá hefur mótið farið vaxandi og í ár verða tæplega 1000 þátttakendur frá 29 félögum,“ sagði Sigga Inga.

Fyrst hét mótið, Pæjumót Þórs, árið eftir var það Pæjumót Þórs og RC, 1993 var það Pepsímót Þórs og eftir sameiningu Þórs og Týs undir merkjum ÍBV íþróttafélags 1997 var það Pepsímót ÍBV, 1999 KÁ Pæjumótið, 2000 Vöruvalsmótið, 2008 Pæjumót TM og frá 2015 hefur það verið nefnt TM mótið í Eyjum.

Heimir mætir
Sigga Inga hefur lagt mikla vinnu í sýninguna sem er sett upp eftir tímalínu. „Á sýningunni er farið yfir helstu þætti í framkvæmd og sögu mótanna í máli og myndum. Einnig verður listi yfir alla sigurvegara mótanna, en búið er að leggja mikla vinnu í að skrá það niður, eitthvað vantar okkur samt og væri gaman ef fólk gæti komið með upplýsingar um það sem upp á vantar. Á þessum listum er hægt að sjá nöfn landsliðfólks og annara þjóðþekktra einstaklinga,“ segir Sigga Inga sem ætlar að halda áfram að kafa í sögu mótanna. „Samhliða sýningunni verða teknir upp tveir hlaðvarpsþættir með viðtölum og fleiri upplýsingum um mótin. Þeir verða settir inn á síðurnar okkar og veit ég að þar á margt athyglisvert eftir að koma í ljós.“

Sýningin, sem er í Einarsstofu í Safnahúsi verður formlega opnuð klukkan 13.00 á sunnudaginn og er vonast til að fólk fjölmenni. „Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari sem heldur betur hefur komið við sögu ÍBV sem leikmaður og þjálfari yngri flokka og meistaraflokka karla og kvenna mun flytja tölu“ segir Sigga Inga og hvetur fólk til að mæta.

Um leið gefst gestum tækifæri til að skoða sýningu um sögu íþrótta í Vestmannaeyja í Sagnheimum sem Helga Hallbergs setti upp. Helga lét af störfum sem forstöðukona Sagnheima um mánaðamótin og má segja að hún kveðji með þessari athyglisverðu sýningu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst