Tónleikarnir Ég skal syngja fyrir þig fóru fram í Höllinni á fimmtudagskvöldið, þar sem Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir heiðruðu textaskáldið Jónas Friðrik.
Gosarnir – Jarl, Dúni, Þórir, Gísli, Sæþór og Biggi – urðu til í kringum jólahlaðborð Hallarinnar, og eftir að Einar Ágúst steig á svið með þeim kviknaði hugmyndin að þessu verkefni. Frumraunin fór fram í Salnum í vor og hlaut frábærar viðtökur.
Á tónleikunum í Höllinni mátti heyra bæði þekkt og ný lög, meðal annars Dýrið gengur laust, Tár í tómið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Áðan í útvarpinu, Gullvagninn og titillagið Ég skal syngja fyrir þig. Gestasöngvari kvöldsins var María Fönn Frostadóttir, sem tók nokkur lög með bandinu við afar góðar undirtektir áhorfenda.
Stemningin var frábær og ljóst að verkefnið – sem er bæði skemmtilegt og metnaðarfullt – á eftir að halda áfram að gleðja tónleikagesti víða um land. Sjáðu fleiri myndir og myndband frá tónleikunum hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst