Sala að hefjast á Þjóðhátíð
thodhatid_ur_lofti_2023_hbh
Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Á morgun hefst forsala á Þjóðhátíðina og um leið opnar Herjólfur fyrir bókanir dagana 1.-6. ágúst. Þjóðhátíð 2024 verður sett í Herjólfsdal föstudaginn 2. ágúst.

Í tilkynningu á facebook-síðu Herjólfs segir að ÍBV hafi frá árinu 2011 keypt miða af rekstraraðilum Herjólfs í ákveðið hlutfall í skilgreindar ferðir á þessu tímabili og endurselt þær á heimasíðu sinni. ÍBV kaupir ekki alla miða sem í boði eru og ekki alla miða í neina ferð skipsins. Herjólfur selur því eins og venjulega miða fyrir einstaklinga og farartæki í allar áætlunarferðir sínar ásamt því að auka framboð ferða til muna. Enginn þarf að kaupa miða á Þjóðhátið til að ferðast með Herjólfi. Oft er uppselt heilu og hálfu dagana í ferðir Herjólfs með löngum fyrirvara, það á ekki bara við um Verslunarmannahelgina.

Ástæðan fyrir því að þetta fyrirkomulag var sett á árið 2011 er sú að áður voru einstaklingar að kaupa marga miða í margar ferðir og hratt seldist upp í allar ferðir til og frá Eyjum. Mikið „brask“ varð með miða á internetinu og á endandum var farþeganýting í ferðir sem voru uppseldar léleg. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Herjólf ohf. að samgöngur gangi vel þessa helgi, heldur allt samfélagið hér í Vestmannaeyjum, segir í tilkynningu Herjólfs.

Eins og áður segir hefst forsalan á morgun, 1.mars kl. 10:00 á www.herjolfur.is og www.dalurinn.is. Siglingaáætlun Herjólfs yfir verslunarmannahelgina má sjá hér. Hér að neðan er smá upprifjun frá stemningunni í fyrra. Þar fyrir neðan má lesa baráttukveðju þjóðhátíðanefndar til brekkusöngvarans Magnúsar Kjartans sem greindist með bráðahvítblæði í síðustu viku.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.