Saltfiskmet á met ofan

Starfsfólk í saltfiskvinnslu VSV pakkaði 54 tonnum af afurðum síðastliðinn laugardag, 28. mars,  og bætti þar með met frá því í fyrri viku sem greint var frá á vef Vinnslustöðvarinnar.
Ekki nóg með það. Í gær (mánudag) voru söltuð niður liðlega 130 tonn af fiski í Vinnslustöðinni. Engin dæmi eru finnanleg um slíkt áður hjá fyrirtækinu.

Í orðsendingu til starfsfólks í dag segir framkvæmdastjórinn:
„Ég talaði við fyrrum starfsmenn okkar til að kanna hvort þeir vissu um meiri afköst í Vinnslustöðinni fyrir áratugum þegar netabátar voru 20-40 í Eyjum. Þeir voru sammála um að hér væri um met að ræða í sögulegu samhengi.

Kærar þakkir fyrir frammistöðuna, kæru starfsmenn.
Kveðja, Binni.“

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.