Samgöngur fyrir Vestmannaeyjar
18. apríl, 2021
Vilhjálmur Árnason, þingmaður

Vestmannaeyingar eru ekki þekktir fyrir að liggja á skoðunum sínum og hefur mér alltaf líkað það vel að fá skýr skilaboð frá Eyjafólki hvers það ætlast til af mér sem þingmanni sínum. Samgöngur og heilbrigðismál hafa alltaf verið þau málefni sem lögð hefur verið hvað mest áhersla á í Vestmanneyjum. Þessi tvö málefni eru enda grunnur að atvinnuuppbyggingu, öryggi og fjölskylduvænu umhverfi sem skapa öflugt og eftirsóknarvert samfélag.

Árangur náðst með að gefast ekki upp
Við þekkjum öll þær miklu áskoranir sem hafa verið uppi í samgöngumálum Eyjanna undanfarin ár. Með staðfestu, samheldni og samstarfi í bæjarstjórn Vestmannaeyja og meðal þingmanna kjördæmisins hefur náðst árangur sem gaman er að upplifa og sjá núna. Hvert metið á fætur öðru að falla í rekstri Herjólfs hvort sem það er í fjölda farþega eða fjölda daga í frátöfum. Ég hef oft sagt að í hvert sinn sem maður kom í þetta rúmlega 4300 manna bæjarfélag fékk maður 5000 tillögur að lausn mála varðandi siglingar á milli lands og Eyja. Ákvörðun var tekin og við hana staðið, að klára hafið verk með því að fá nýja sérhannaða ferju. Í framhaldi að læra á höfnina og samspil hafnarinnar og skipsins ásamt því að þróa dýpkunarmálin. Með því að halda áfram og gefast ekki upp, skipta ekki um hest í miðri á tókst að ná árangri smátt og smátt. Enn eru áskoranir varðandi höfnina og dýpkunarmál og því enn möguleiki til betri árangurs.

Skoska leiðin hefur skipt máli
Þessi góði árangur hefur aukið áskoranirnar í því verkefni að halda uppi áætlunarflugi til Vestmannaeyja. Innanlandsflugið er mikilvægt fyrir eyjasamfélag eins og Vestmannaeyjar á svo fjölbreyttan hátt. Auk þess að auka möguleika fólks til að ferðast á milli lands og Eyja þá er flugið mikilvægt til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu, tryggja varahluti og aðföng fyrir atvinnulífið og aðra þjónustu í Vestmannaeyjum. Tilkoma skosku leiðarinnar var því jákvætt skref til að hjálpa okkur í að tryggja flugið áfram. Þá sendi Alþingi skýr skilaboð til samgönguyfirvalda í nýsamþykktri samgönguáætlun sem ég var framsögumaður fyrir. Skilaboð um mikilvægi innanlandsflugs, að það sé góð tíðni og helst tvö flug sem flesta daga. Benti umhverfis- og samgöngunefnd þar á að stuðningur umfram Skosku-leiðina gæti þurft til.

Verðmæt markaðssetning
Ánægjulegt var að Icelandair var tilbúið að veðja á flugleiðina til Vestmannaeyja og er áætlunarflug hafið. Ég er mjög bjartsýnn og ánægður með þær áætlanir og trú sem Icelandair kynnti okkur í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fyrir innanlandsflugið. Félagið hyggst markaðssetja það með millilandafluginu og stækka þannig farþegahópinn með tilkomu ferðamanna. Þær áætlanir gefa okkur von um að hægt verði að auka tíðni flugferða enn frekar og treysta þannig framtíð innanlandsflugsins.

Næsta stóra verkefni okkar í samgöngumálum fyrir Vestmannaeyjar er að tryggja að rannsóknir vegna jarðgangna á milli lands og Eyja verði kláraðar og áform um jarðgangnagerð sett á dagskrá.

Sameinumst í að ná árangri í þessum mikilvægu málum til að treysta framtíð Vestmannaeyja.

Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst