„Nú þegar haustið er gengið í garð eru samgöngur við einangruðustu byggð Íslands þegar farnar að gefa undan og Baldur siglir alla vikuna í Þorlákshöfn,“ segir Haraldur Pálsson á Fésbókarsíðu sinni í dag og bendir á þá úlfakreppu sem samgöngur við Vestmannaeyjar eru í. Bendir á mjög áhugaverða leið, stórskipahöfn í Landeyjafjöru.
„Fimmtán árum eftir vígslu Landeyjahafnar er löngu ljóst að hún stóðst aldrei þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Sandurinn hefur ekki tekið hana í sátt og Eyjafjallajökulsgosið kláraðist fyrir jafn mörgum árum. Þrátt fyrir stöðugar tilraunir til að grafa örar og betur er ljóst að viðmið um 3 metra ölduhæð við suðurströnd Íslands er einfaldlega allt of lágt.
Í skýrslu sem Vegagerðin gaf út í mars 2007, eftir vinnu stýrihóps um Bakkafjöru, er sérstakur kafli sem ber heitið „Stórskipahöfn“. Þar var rætt um höfn sem hefði á þeim tíma kostað 16–19 milljarða króna, en hefði sparað þá tugi milljarða sem farið hafa í sanddælingu ásamt því að veita öruggt, óheft aðgengi að siglingum.
Það á að sjálfsögðu að fara tafarlaust í rannsókn á jarðlögum við Vestmannaeyjar og kanna möguleikann á gerð Vestmannaeyjaganga, því það er hagkvæmasta lausnin til framtíðar.
Ef þær rannsóknir verða ekki hagstæðar er ekkert annað í stöðunni en að byggja örugga höfn. Það er Ísland, stóra eyjan, sem þarf að leysa vandamálið, ekki öfugt,“ segir Haraldur.
Sjá tengil:
Rannsóknir við Bakkafjöru sýna hins vegar að gerð stórskipahafnar er tæknilega framkvæmanleg. Sandburður er ekki mikið vandamál ef höfnin er staðsett á réttum stað og hönnunaraldan yrði innan við 8 metra. Það þýðir að unnt væri að byggja brimvarnargarða úr grjóti á viðráðanlegum kostnaði. Gert var ráð fyrir að höfnin yrði staðsett um 1,5 km vestan við dælustöð Vatnsveitu Vestmannaeyja og byggð með bogadregnum, 1,5–2 km löngum brimvarnargörðum úr grjóti. Garðarnir næðu um 600–700 metra út fyrir sandrifið niður á um 18 metra dýpi. Hönnunaralda grjótgarðsins var áætluð um 7,5 metrar, sem er svipað og á Bökugarði í Húsavík. Hafnarmynnið yrði 250 metrar að breidd og dýpi við það -14 metrar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst