Samgöngur og Reykjarvíkurferð
<< E/s Lyra frá Bergenska skipafélaginu. Árið 1921 setti Bergenska Sírius sem var stærra skip i Íslandssiglingarnar. Skip Bergenska fluttu í fyrstu að mestu vörur en þó alltaf einhverja farþega. Árið 1922 hóf félagið markaðsátak og tilkynnti lægri fargjöld en önnur skipafélög í Íslandssiglingum buðu. Farið á mili Björgvinjar og Reykjavíkur kostaði 150 krónur á fyrsta farrrými og 100 krónur á 2. farrými. Árið 1925 tók Bergenska i notkun tvö ný skip, Lyru og Novu, sem voru að góðu þekkt hér um allt land fram í seinni heimsstyrjöldina, en Noregur var hernuminn 9. apríl 1940. Lyra var farþegaskip og heldur stærra en gamli Gullfoss, en Nova var flutningaskip. Lyra fór frá Björgvin annan hvern fimmtudag kl. tíu að kvöldi, hafði viðkomu í Fœreyjum og Vestmannaeyjum og var komin til Reykjavíkur á þriájudagsmorgni eftir fjóran og hálfan sólarhring frá Björgvin. Lyra fór frá Reykjavík kl. sex að kvöldi fimmtudags og átti að koma til Björgvinjar siðdegis á mánudegi. Á útleið kom Lyra einnig við i Vestmannaeyjum og Fœreyjum. Nova fór hins vegar frá Osló um Björgvin til Fáskrúðsfjarðar og þaðan norður um land til Reykjavikur og sömu leið til baka. Kom skipið við á fjölda hafna á þessari leið. - (Heimild: Heimir Þorleifsson: Póstsaga Íslands 1873-1935. útg. íslandspóstur 2004).
Karl Johansson skrifaði mikið um samgöngur við Eyjar. Hann hafði sérstakan áhuga á að bréf bærust reglulega frá fjölskyldunni í Svíþjóð og kynnti sér vel skipaferðir til landsins. Sérstaklega talar hann um Lyru, segir að hún komi alltaf annan hvern mánudag. Fari frá Bergen kl. 10 annað hvert fimmtudagskvöld. Hann segir að önnur skip komi með póst frá Danmörku en að með Lyru sé öruggasta og fljótlegasta leiðin. Þegar líða tók á veruna hér var hugurinn við hvaða skipaferðir mundu henta best til heimferðar. Í byrjun september skrifar Karl að grunnurinn að Betel sé tilbúinn en timbrið í húsið ekki

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In
   

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.