Samkomulag milli Rangárþings eystra og HS Veitna
Gert hefur verið samkomulag milli Rangárþings eystra og HS Veitna um umsjón Vestmannaeyjaveitu sem HS Veitur reka. Samkomulagið nær til Vestmannaeyjaveitu frá uppsprettulind í landi Syðstu-Merkur að tengingu neðansjávarleiðslu og er dælustöð á Landeyjarsandi meðtalin. Samkomulagið er tilkomið m.a. vegna þess að Gunnar Marmundsson, starfsmaður HS Veitna á Hvolsvelli, lætur nú af störfum sökum aldurs en hann hefur sinnt eftirliti með Vestmannaeyjaveitunni í tugi ára. Samkomulag milli Vestmannaeyjakaupstaðar og Austur-Landeyjahrepps um vatnstöku frá Syðstu-Mörk hefur verið í gildi frá 1967 og þess má geta að 2013 fóru um 1.134 þús. m3 af vatni til Vestmannaeyja og 194 þús. m3 af vatni til Landeyja.
Undir samkomulagið skrifuðu Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, og Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna en með þeim á myndinni eru f.v. Sigurjón Ingi Ingólfsson, svæðisstjóri HS Veitna í Vestmannaeyjum, Gunnlaugur Kárason, innkaupastjóri HS veitna, Böðvar Bjarnason, verkstjóri áhaldahúsins á Hvolsvelli og Ágúst Ingi �?lafsson, skrifstofustjóri Rangárþings eystra.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.