Segja upplýsingaskortinn óásættanlegan
20250403_072519
Í Vestmannaeyjum voru greidd veiðigjöld á hvern íbúa árið 2023, 392.753 krón­ur. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald sem nú er í samráðsgátt voru tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á miðvikudaginn. Þar voru  drög að umsögn Vestmannaeyjabæjar um málið einnig rædd. Þá ræddi ráðið bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá fundi 28. mars. sl um frumvarpsdrögin.

Í umsögn bæjarráðs kemur fram að ráðið telji það óásættanlegt að ráðherra og ríkisstjórn leggi fram drög að frumvarpi um hækkun veiðigjalda án þess að þeim fylgi ítarlegar upplýsingar um þau áhrif sem slík breyting hefur á sveitarfélögin og samfélagið í Vestmannaeyjum þar sem sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnugrein.

Bæjarráð tekur undir bókun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda umsögn bæjarráðs í samráðsgátt.

Veiðigjöldin vegi mun þyngra á landsbyggðinni

Fram kom í Morgunblaðinu í vikunni að árið 2023 hafi í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um verið greidd veiðigjöld sem námu yfir þrjú hundruð þúsund krón­um á hvern íbúa. Voru það Vest­manna­eyj­ar með 392.753 krón­ur, Snæ­fells­bær með 343 þúsund krón­ur og svo Fjarðabyggð með 335.325 krón­ur.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.