Séra Úlfar Guðmundsson hættir 1. september sem prestur í Eyrarbakkapretsakalli sakir aldurs og mun flytja á Selfoss. Hann hefur verið prestur á Eyrarbakka og búið þar í 28 ár en var áður prestur á Ólafsfirði.
Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson mun væntanlega taka við þjónustu Eyrarbakkaprestakalls er séra Úlfar hættir og verður prestakallið ekki auglýst laust til umsóknar.
Þrjár kirkjur eru í Eyrarbakkaprestakalli; í Gaulverjabæ, á Stokkseyri og á Eyrarbakka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst