Sérstaðan má ekki hverfa
27. nóvember, 2024
Raggi Os 2022 Lagf Tms 2
Ragnar Óskarsson

Ýmsar kannanir benda til að Vinstrihreyfingin- grænt framboð sé á mörkum þess að ná þingmanni í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Það væri að mínu mati afar skaðlegt fyrir íslenskt samfélag ef hreyfingin fengi engan fulltrúa og talsmenn á Alþingi. Því skora ég á kjósendur að velta vel fyrir sér fyrir hvað Vinstrihreyfingin- grænt framboð stendur og hverja samleið hún á með almenningi í þessu landi. Hér nefni ég nokkur dæmi þar sem stefna hreyfingarinnar kemur fram, stefna sem hefur sérstöðu miðað við stefnu annarra stjórnmálaafla.

  • Hreyfingin leggur áherslu á jafnræði, manngæsku og félagslegt réttlæti.
  • Hreyfingin leggur áherslu á réttlátt skattkerfi þar sem hálauna- og stóreignafólk greiðir hærra hlutfall til samfélagsins en þeir sem hafa lægri laun.
  • Hreyfingin leggur áherslu á öflugt velferðarkerfi þar sem ýmis samfélagsleg þjónusta er í höndum hins opinbera en ekki í höndum einkaaðila sem hugsa fyrst og fremst um að græða á þjónustu við almenning.
  • Hreyfingin leggur sérstaka áherslu á að heilbrigðisþjónustan skuli fjármögnuð með skattfé og á opinberum grunni. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í heilbrigðisþjónustu.
  • Hreyfingin leggur áherslu á að húsnæðismál taki mið af því að íbúðir eru fyrir fólk en lúti ekki lögmálum gróða- og markaðsvæðingar.
  • Hreyfingin leggur áherslu á að innviðir samfélagsins verði ekki einkavæddir.
  • Hreyfingin leggur áherslu á kynrænt sjálfræði.
  • Hreyfingin leggur áherslu á að réttindi öryrkja og aldraðra þurfi enn að efla.

 

Hér hef ég nefnt örfá áherslumál Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, mál sem sýna sérstöðu hennar miðað við önnur stjórnmálaöfl í landinu. En málin eru fleiri. Öll eiga þau fullt og nauðsynlegt erindi við flest okkar og þess vegna er nauðsynlegt að við tryggjum að hreyfingin eigi fulltrúa og talsmenn á Alþingi til þess tala máli venjulegs fólks. Það gerum við með því að setja X við V á laugardaginn.

Ragnar Óskarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.