Sex kennurum við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp. Ástæðan er fækkun nemenda í skólanum en nemendum fækkaði um 20 frá því á vorönn og þar af leiðandi hefur verkefnum kennara fækkað. Rætt er við Stefán Sigurjónsson, skólastjóra Tónlistarskóla í Eyjafréttum en í máli hans kemur fram að nemendum hafi fækkað og að samkeppnin við íþróttafélögin sé erfið.
�??�?að er rétt að nokkrir tónlistarkennarar fengu uppsögn á núverandi ráðningarsamningum og boð um nýjan ráðningarsamning með lægra starfshlutfalli,�?? sagði Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. �??�?róun tónlistarnáms í Eyjum er í þá átt að hrun hefur orðið í fjölda nemenda skólans. Í gegnum tíðina hafa verið um 180 til 190 nemendur við skólann en í dag er nemendafjöldinn um 120. Breytingin hefur átt sér stað á innan við tveimur árum. Við þessa fækkun er ekki nægileg verkefni fyrir alla kennara skólans. Fækkun nemenda þýðir einnig minni tekjur fyrir skólann og ýmislegt bendir til þess að nemendur sæki frekar í ódýrara tónlistarnám. �?essi þróun er ekki einsdæmi fyrir Vestmannaeyjar heldur er hún að gerast á öllu landinu. Fækkun barna í árgangi er hugsanlega ein skýringin en einnig mikið framboð af ýmisskonar afþreyingu fyrir börn. Hugsanlega hafa aðrir þættir eins og gott aðgengi á netinu í hvers konar tónlistarnám áhrif og svo efnahagur fólks. Stjórnendum skólans og starfsmenn hafa verið hvattir til að leita allra leiða til að efla tónlistarnámið. Einnig hefur verið farið í tilraunarverkefni þar sem samstarf GRV og tónlistarskólans er aukið. Starfsmenn tónlistarskólans sinna tónlistarkennslu í GRV og við það er hægt að tryggja þeim kennurum fullt starf.�??
Hafa einhverjir kennarar afþakkað nýjan ráðningasamning?
�??�?g veit um eitt tilvik þar sem kennari afþakkar nýjan ráðningarsamning en í því tilviki er viðkomandi að flytja frá Eyjum. Aðrir eru að íhuga málið. �?etta er döpur þróun en vonandi verður hægt að snúa henni við. Ef tónlistarnám eflist þá mun Vestmannaeyjabær endurskoða stöðuna,�?? sagði Jón.
�?að er kannski kaldhæðni örlaganna að uppsagnir tónlistarkennaranna sex og boð um nýjan ráðningasamning á lægri kjörum, skuli koma upp á sama tíma og tónlistarkennarar eru í miðri kjarabaráttu, að berjast fyrir bættum kjörum.