Framhaldsskólanum var slitið í dag og útskrifuðust sextán nemar af fjórum mismunandi brautum. Um 250 nemendur voru skráðir til náms á 12 brautum og um 90 áfangar voru kenndir.
Fram kom í máli Thelmu Bjarkar Gísladóttur, aðstoðarskólameistara að aðsókn í iðn- og starfsnám sé mikil og miðað við umsóknartölur í gær er rafmagnið vinsælast að þessu sinni en einnig er bóknámið að heilla aftur. Svo mögulega fer að komast á jafnvægi milli bóknáms og verknáms.
„Við bindum miklar vonir við að geta á næstu árum útskrifað rafvirkja, bætt C-stiginu við í vélstjórnarnáminu, farið af stað með brautir eins og skipstjórn, leikskólaliðann, stuðningsfulltrúann og ef þið hafð fleiri hugmyndir eða eruð með óskir þá endilega látið okkur vita,“ sagði Thelma m.a.
Hér að neðan má sjá lista yfir útskriftarnemendur og þar fyrir neðan er farið yfir þá sem hlutu heillaóskir og viðurkenningar. Nánar verður fjallað um útskriftina á næstu dögum hér á síðunni.
Þau sem útskrifuðust eru:
Berta Ómarsdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína FV | |
Birkir Björnsson | Stúdentsbraut – Íþróttasvið STB-ÍÞ | |
Egill Oddgeir Stefánsson | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína NV | |
Embla Harðardóttir | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína NV | |
Herdís Eiríksdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína FV | |
Íva Brá Guðmundsdóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína FV | |
Nökkvi Guðmundsson | Stúdentsbraut – Opin lína ST1-O | |
Rakel Perla Gústafsdóttir | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína NV | |
Sara Sindradóttir | Stúdentsbraut-náttúruvísindalína NV | |
Sveinbjörg Ósk Hauksdóttir | Stúdentsbraut – Opin lína ST1-O | |
Willum Jörgen Andersen | Starfsbraut STB4 | |
Þorgeir Oddfríðarson | Vélstjórn B-stig og Viðbótarnám til stúdentsprófs |
Ekki viðstödd athöfn:
Hlín Albertsdóttir | Sjúkraliðabraut SJ |
Inga Kolbrún Ívarsdóttir | Sjúkraliðabraut SJ |
Sunna Daðadóttir | Stúdentsbraut-félagsvísindalína FV |
Sæþór Steinarsson | Vélstjórn B-stig og Viðbótarnám til stúdentsprófs |
Íþróttaakademía ÍBV og FÍV:
Sigríður Inga Kristmannsdóttir ávarpaði útskriftarnemendur og gesti fyrir hönd ÍBV íþróttafélags og veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíunni:
Drífandi stéttarfélag veitti viðurkenningu fyrir félagsstörf:
Danska sendiráðið veitti viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku
Skólinn veitti viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku
Skólinn veitti viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku
Viðurkenning fyrir góðan árangur í listgreinum
Menntaverðlaun Háskóla Íslands eru veitt framhaldsskólanemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur á stúdentsprófi.
Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi.
Skólinn veitti viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur í námi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst