Siggi Braga framlengir
Sigurður og Grétar Eyþórsson handsala samkomulagið.

Sigurður Bragason og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um að Sigurður verði áfram þjálfari meistaraflokks kvenna. Samningurinn nær til næstu tveggja keppnistímabila.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV þar sem segir að Siggi hafi sinnt starfinu undanfarin þrjú ár og voru báðir aðilar áhugasamir um áframhaldandi samstarf.

„Við erum ánægð með að vera búin að tryggja okkur krafta Sigurðar áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Vilmar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV.

Aðspurður sagðist Siggi vera í skýjunum með framlengingu og að hann ætlaði sér stóra hluti með liðið á næstu árum. Liðið hefur þegar hafið undirbúning fyrir næsta tímabil.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.