Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Lítið er um reiknuð mót nú vegna Covid-19. Sigurður Arnar Magnússon hjá Taflfélagi Vestmannaeyja er stigahæstur nýliða og Matthías Björgvin Kjartansson hækkar mest frá mars-listanum.
Litlar breytingar eru á listanum nú vegna samkomubannsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er langstigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2542) og Jóhann Hjartarson (2525).
100 stigahæstu virku skákmenn landsins.
Tveir nýliðar eru á listanum nú. Annars vegar Sigurður A. Magnússon (1579) og hins vegar Ólafur Fannar Pétursson (1049).
Matthías Björgvin Kjartansson (+112) hækkar mest frá mars-listanum. Í næstu sætum eru Einar Dagur Brynjarsson (+54) og Guðrún Fanney Briem (+42).
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst