
Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson er annar þeirra tónlistamanna sem búið er að tilkynna að komi fram á Hljómey í ár. Sigurður er þekktur fyrir hlýjan hljóm, sterka texta og lög sem hafa fest sig rækilega í sessi hjá hlustendum víða um land.
Sigurður er meðlimur hljómsveitanna Hjálmars, Baggalúts og GÓSS og hefur að auki gefið út fjölda laga. Hljómey fer fram þann 24. apríl n.k. og hefst miðasala þann 6. febrúar á midix.is.
Einnig er búið að tilkynna að Páll Óskar muni koma fram á hátíðinni í ár sem haldin er nú í fjórða sinn.





