�?að var létt hljóðið í Herði Má Guðmundssyni, skipstjóra á Sigurði VE sem var staddur út af Ingólfshöfða þegar slegið var á þráðinn til hans eftir hádegið í gær.
�??Við erum á landleið, með 900 tonn af síld og verðum í Vestmannaeyjum um tíuleytið í kvöld. �?etta er annar síldartúrinn á vertíðinni,�?? sagði Hörður. Fyrsta túrnum lönduðu þeir á �?órshöfn, 700 til 800 tonnum.
Ísfélagið er búið með makrílkvótann og nú hafa skip félagsins snúið sér að norsk-íslensku síldinni. �??Við fengum aflann í Seyðisfjarðar- og Norðfjarðardýpi og það virðist vera nokkuð magn á ferðinni. Við fengum þessi 900 tonn í þremur hölum og þetta er mjög fín síld.�??
Í gær var Álsey VE að landa á �?órshöfn og Heimaey var að miðunum. �??�?etta leggst vel í okkur á meðan þetta gengur svona vel. Við fórum út frá �?órshöfn á sunnudagskvöldið og núna erum við á leiðinni til Eyja þannig að við getum ekki kvartað,�?? sagði Hörður að endingu.