Sigurður VE kominn heim
Sigurður VE 15, nýjasta skip Ísfélags Vestmannaeyja, kom til heimahafnar í Eyjum um miðnætti í gær eftir erfiða siglingu frá Noregi, þar sem skipið hefur verið í viðgerð í þrjá mánuði vegna bilunar í spilkerfi þess. Siglingin frá Egersund í Noregi tók fjóra sólarhringa en þaðan lagði skipið af stað aðfaranótt laugardags.
Veður var slæmt á leiðinni og einna verst við Færeyjar þar sem vindur var yfir 20 metrum á sekúndu og ölduhæð á bilinu 8-9 metrar. �?orbjörn Víglundsson skipverji segir að betur hafi gengið þegar nær dró Eyjum og sigldi skipið þá á 12-13 sjómílna hraða. �?að var hins vegar skollið á kolvitlaust veður þegar Sigurður VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í nótt.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.