Sigurjón Þorkellsson Vestmannaeyjameistari í skák
Fimm efstu keppendur um Vestmannaeyjatitilinn. Benedikt, Hallgrímur, Sigurjón, Stefán og Guðgeir en Guðmund Kjartansson sem sigraði mótið vantar á myndina.

Skákþingi Vestmannaeyja lokið, þátttaka var góð en 12 skráðu sig til leiks.  Guðmundur Kjartansson, alþjóðlegur meistari, skráði sig til leiks, en fyrir mótið vantaði hann lítið af stigum til að ná stórmeistaratitli.  Guðmundur gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir á mótinu og stendur uppi sem sigurvegari mótsins.  Vestmannaeyjameistari er svo Sigurjón Þorkellsson sem bætti einum sigri við fjölmarga fyrri.  Staðan var mjög spennandi fyrir síðustu umferðina en þrír leikmenn áttu möguleika á að verða Vestmannaeyjameistari, Sigurjón háði mjög spennandi skák við Þórarinn Inga Ólafsson og endaði uppi sem sigurvegari og fór upp fyrir Benedikt Baldursson sem tapaði í lokaumferðinni fyrir Hallgrím Steinssyni sem endaði í öðru sæti.

Á myndinni efst í fréttinni eru 5 efstu keppendur um Vestmannaeyjatitilinn en Guðmund Kjartansson sem sigraði mótið vantar á myndina, þakkar taflfélagið honum þátttöku í mótinu sem gæti átt þátt í að koma honum yfir 2500 Elo-stiga markið þ.a. hann nái stórmeistaratign.  Hann bíður staðfestingar á því frá Alþjóðaskáksambandinu.  Taflfélag Vestmannaeyja stefnir á að halda atskákmót á næstu vikum og býður þá sem eru áhugasamir um að taka þátt í starfinu velkomna í hópinn.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.