Síldarvertíðinni að ljúka
Einn kolmunnatúr eftir áramót og svo vonandi loðna
Heimaey VE kemur til heimahafnar. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Síldveiðar úr íslensku sumargotssíldinni hafa gengið þokkalega hjá Ísfélaginu á yfirstandandi vertíð, að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra félagsins. Veiðarnar hófust um 10. nóvember og nú er verið að landa síðasta farminum fyrir jólafrí. Veiðarnar hafa að mestu farið fram vestur af landinu, eða um 80–100 sjómílur vestur af Faxaflóa.

Tæp 12 þúsund tonn veidd

Ísfélagið hefur fiskað tæp 12.000 tonn af síld á þessari vertíð og hefur allur aflinn verið unninn til manneldis í frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum. Að sögn Eyþórs hefur vinnslan gengið vel. Síldin hefur verið bæði heilfryst og flökuð, allt eftir óskum kaupenda, og virðist eftirspurn eftir afurðunum vera ágæt.

Skip Ísfélagsins, Heimaey og Sigurður, hafa stundað síldveiðarnar á vertíðinni og er þeim nú lokið. „Næstu verkefni skipanna eru einn kolmunnatúr eftir áramót, en að því loknu er ekkert annað í stöðunni en að vona það besta með komandi loðnuvertíð,” segir Eyþór að endingu.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.