Ragnar Þór Jóhannsson er 36 ára Eyjamaður sem hefur á síðustu árum þurft að takast á við sjaldgæfan og lífs breytandi erfðasjúkdóm, Peutz-Jegher sem hefur haft mikil áhrif á hans daglegt líf. Ragnar er giftur Bjarteyju Kjartansdóttur og saman eiga þau þrjú börn, þau Líam, París og Chloé.
Veikindi Ragnars bönkuðu fyrst upp á sumarið 2021 og í framhaldi af því tók lífið óvænta stefnu. Í viðtalinu deilir Ragnar reynslu sinni um hvernig hann hefur lært að lifa með sjúkdómnum, hvaða áskorunum hann stendur frammi fyrir daglega og hvernig hann nær að halda í vonina og gleðina þrátt fyrir erfiða daga.
Viðtal við Ragnar Þór er í blaði Eyjafrétta sem kemur út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér. Viltu gerast áskrifandi – smelltu þá hér.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.