Sjálfstæðisflokkur bætir við sig í Suðurkjördæmi
Suðurkjördæmi er víðfeðmt.

Í gær voru birtar niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Samfylkingarinnar eykst um ríflega fjögur prósentustig á sama tíma og fylgi Miðflokks minnkar um tæplega þrjú prósentustig og fylgi Flokks fólksins og Viðreisnar minnkar um rúmlega tvö prósentustig. Breyting á fylgi annarra flokka milli mælinga er 0,1-1,0 prósentustig og ekki tölfræðilega marktæk. Slétt 26% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, rösklega 21% Sjálfstæðisflokkinn, um 14% Viðreisn, liðlega, 10% Miðflokkinn, rúmlega 8% Flokk fólksins, ríflega 6% Framsóknarflokkinn og Sósíalistaflokkinn, tæplega 4% Pírata, liðlega 3% Vinstri græn og næstum 1% aðra flokka.

Tæplega 5% myndu skila auðu eða ekki kjósa og næstum 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp. Liðlega 67% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.

Það er RÚV sem deilir niðurstöðunum þjóðarpúlsins með Eyjafréttum. Þar sést einnig fylgið í hverju kjördæmi. Í Suðurkjördæmi mælist Sjálfstæðisflokkur stærstur með 28,9% en mældist mánuðinn áður með 21,1% í kjördæminu. Næststærst er Samfylking með 18,0%, Flokkur fólksins er með 13,7%, Framsókn er með 11%, Miðflokkurinn er með 10,9%, Viðreisn mælist með 9,6% í Suðurkjördæmi. Aðrir hafa undir 3,2 prósentustiga fylgi. Fjöldi svara í kjördæminu voru 564.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.