Ekki viðraði í morgun til tónleikahalds af mannavöldum á Stokkseyrarbryggju en náttúran sjálf bauð til magnaðra tónleika með glæsilegu sjónarspili.
�?gir sjávar-konungur stjórnaði öllu saman eins og hann best gerir. Færði hann bryggjuna reglulega á kaf með miklum fyllum þannig að flæddi vel undir bryggjusviðið. Sviðsumgjörðin í bak var ótrúleg þegar Atlantshafið braut á �?jórsárhrauninu framan við Stokkseyrarbryggju. Brimhljóð hafsins voru mögnuð og ljósaumgjörðin var stórkostleg er sólin varpaði geislum sínum á svæðið og á stundum í mögnuðum sólstöfum. �?á greip Kári vind-konungur inn í á milli með stormhrinum og á stundum í bland með regn- og hagl hraglanda. �?egar mest gekk á ilmaði svæðið af þaralykt sem hafið varpaði á land og þari um allar fjörur á svæðinu.
Fjöldi gesta var á svæðinu í morgun og naut þessarar mögnuðu �?Sjávarsinfóníu við Stokkseyrarbryggju.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst