Hátíðarhöld í tilefni af Sjómannadeginum fóru fram með óhefðbundnu sniði um helgina. Enginn dansleikur var í Höllinni þetta árið sökum samkomu takmarkana en sjómenn gerðu sér glaðan dag með öðrum leiðum.
Víða annarsstaðar á landinu voru hátíðarhöld felld niður eða haldin með fábreyttara sniði. Sjómannadagurinn var haldinn með glæsilegum hætti í Vestmannaeyjum eins og þessar myndir frá Óskari Pétri sýna en hann fór víða með myndavélina um helgina og tók þessar skemmtilegu myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst