Skákþing Vestmannaeyja hefst sunnudaginn 28. janúar, þar sem teflt er um titilinn Skákmeistari Vestmannaeyja 2024. Skákþingið fer fram árlega og hefur verið haldið nær óslitið í 98 ár. Öllum er heimil þátttaka, en tefldar verða kappskákir 60 mínútur og 30 sekúntur fyrir hvern leik.
Teflt verður tvisvar í viku á sunnudögum og fimmtudögum og er gert ráð fyrir að frestuðum og ótefldum skákum sé lokið þess á milli á þriðjudögum. Skráning stendur yfir og skulu áhugasamir hafa samband við ritara Taflfélagsins Sæmund í síma 611 2284. Tefld verður í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 6.
Myndin var tekin á æfingu um daginn þegar góðvinur félagsins, Rúnar Berg mætti á krakkaæfingu og tók fjöltefli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst