�?að var í mörg horn að líta hjá lögreglu yfir hátíðarnar vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Nokkuð var um að kvartað væri yfir hávaða frá samkvæmum í heimahúsum en þeir sem samkvæmin héldu tóku ábendingum lögreglu vel um að hafa hægar um sig. Skemmtanahaldi yfir hátíðarnar fóru ágætlega fram og lítið um útköll á öldurhúsin. Eitthvað var þó um pústra og hefur þegar ein líkamsárás verið kærð.
Um var að ræða árás á einum af veitingastöðum bæjarins. Skv. upplýsingum lögreglu mun árásin hafa verið algjörlega að tilefnislausu en sá sem fyrir árásinni varð mun hafa verið skallaður í andlitið þannig að hann fékk skurð fyrir neðan hægra auga. Málið er í rannsókn.