Skeytingarleysi ráðherra um grunnatvinnuveg og áhrif stórvægilegra breytinga á gjaldtöku
Yfirlýsing Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Sjorinn Opf
Trollið tekið inn. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi:

  • Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur ófyrirséð áhrif langt út fyrir raðir sjávarútvegs. Samtökin óskuðu eftir sanngjarnri og hóflegri framlengingu á fresti til og með 11. apríl en fengu synjun frá atvinnuvegaráðuneyti.

  • Í öðru lagi torveldar það hagaðilum verkið, að ráðuneytið hefur kosið að svara ekki ítrekaðri beiðni samtakanna um aðgang að undirliggjandi grunngögnum og útreikningum sem frumvarpið byggist á. SFS hafa þegar orðið áskynja um villur í tölum ráðuneytisins, en samtökunum er gert ómögulegt er að leita uppruna hlutaðeigandi villna og leiðrétta þær þegar gögn eða útreikningar ráðuneytisins eru ekki fyrir hendi. Af athafnaleysi ráðuneytisins verður ekki annað ráðið en að það kjósi að hafna faglegri úrvinnslu talna, gagnsæi og upplýstri umræðu.

  • Í þriðja lagi hefur ráðuneytið í engu reynt að leggja mat á möguleg áhrif frumvarpsins, verði það að lögum. Hagaðilar eru því tilneyddir til að vinna þá nauðsynlegu vinnu fyrir stjórnvöld. Þá eru tillögur frumvarpsins, sem sækja stuðning í norskan veruleika, þess eðlis að skilja þarf fiskveiðistjórnunarkerfi Norðmanna til hlítar, virkni uppboðsmarkaða, tilhögun veiða í einstökum stofnum og verðmyndun innan virðiskeðju sjávarútvegs þar í landi. Það verkefni verður ekki hrist fram úr erminni á einni viku.

  • Í fjórða lagi skal á það bent að fyrirætlanir um tengingu við afurðir í öðru landi sem skattandlag hafa aldrei komið fram áður. Hér er því um að ræða umbyltingu á andlagi skattheimtu með veiðigjaldi. Allt vel þenkjandi og sanngjarnt fólk hlýtur að skilja að slík grundvallarbreyting þarfnast yfirlegu og ítarlegrar skoðunar.

  • Í fimmta lagi felst í reynd í kynntu fyrirkomulagi að skattskylda mun hvíla á sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi vegna verðmæta sem þau hafa engan ráðstöfunarrétt yfir, það er afurðum á markaði í Noregi. Slíkt stenst að mati SFS ekki viðtekin viðhorf við álagningu skatta með hliðsjón af þeim kröfum sem leiða af ákvæðum stjórnarskrár. Fyrirliggjandi frumvarp skortir alla efnislega umfjöllun og greiningu á þessu álitaefni. Það kemur því, eins og á við um flest annað, í hlut SFS að greiða úr því fyrir ráðuneytið. Það krefst tíma.

Að öllu þessu virtu stefna SFS að því að birta og láta ráðuneytinu í té umsögn að viku liðinni, jafnvel fyrr. Við vinnu umsagnar munu SFS, nú sem fyrr, vanda til verka þannig að málefnaleg skoðun geti farið fram á frumvarpsdrögum og að hver þau lög, sem síðar kunna að verða samþykkt, byggist á réttum, aðgengilegum gögnum og vel ígrunduðum forsendum. Það er hin eina rétta leið þegar svo miklir samfélagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er miður að ráðherra kýs að fara aðra og óvandaðri leið að sínum markmiðum og óljóst er í reynd á þessum tímapunkti hver þau markmið eru, segir í tilkynningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.