Skiptar skoðanir á þjálfun Heimis þrátt fyrir gott gengi
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

Þrátt fyrir að Heimi Hallgrímssyni hafi gengið nokkuð vel með Írska landsliðið frá því hann tók við, hefur hann sætt þó nokkurri gangrýni en einn háværasti gagnrýnandi hans er fyrrverandi landsliðsmaðurinn Eamon Dunphy, sem skrifar fyrir Irish Mirror. En strax eftir fyrstu tvo leiki Heimis síðasta haust kallaði Dunphy eftir brottrekstri og hefur síðan þá haldið áfram að gagnrýna hann harðlega og furðað sig á af hverju Írland sé með íslenskan tannlækni við stjórnvölinn.

Dunphy vill meina að sá árangur sem náðst hafi sé ekki Heimi að þakka heldur þeim sem voru á undan honum. Aðrir eru þó ekki á sama máli og Dunphy og hefur Kevin Kilbane til dæmis mikla trú á Heimi og vill meina að hann geti vel stýrt Írum alla leið á HM 2026. Það verður gaman að sjá hvað tíminn mun leiða í ljós og hvort Heimi takist að þagga niður í gagnrýnendum sínum. Að sjálfsögðu óskum við hjá Eyjafréttum Heimi góðs gengis og vonum að hann nái að koma liðinu alla leið á HM 2026.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.