Skjárinn hefur opnað allar sínar rásir í Eyjum
Minute to win it
Skjárinn ehf. hefur opnað fyrir allt sitt sjónvarpsframboð til allra Eyjamanna til og með 20. október n.k. Um kynningaropnun er að ræða og vill stöðin með þessari allsherjar opnun vekja athygli á því fjölbreytta úrvali sem Skjárinn hefur uppá að bjóða. Opnunin er að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.
Hinsvegar er verðar sjónvarpsrásir stöðvarinnar opnar áfram á Dvalar �?? og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum og einnig á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Í frétt frá Skjánum segir að dagskráin á SkjáEinum hafi aldrei verið glæsilegri. Sleggjurnar verða án efa innlendur þáttaraðirnar Minute to Win It �?? Ísland og Biggest Loser Ísland 2 og þá hefur erlend dagskrá aldrei verið fjölbreyttari, með fjöldann allan af glænýjum þáttaröðum stútfullum af spennu, drama, gríni og fjöri.
Hægt er að horfa á heilar þáttaraðir á SkjáFrelsi, sem fylgir með SkjáEinum, og er aðgengilegt á myndlyklum sjónvarpsins og á netinu www.skjarinn.is.
Í SkjáHeimi eru yfir 70 rásir stútfullar af fræðslu, skemmtun, íþróttum og tónlist. �?að ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi með aðgengi að svo fjölbreyttu úrvali vandaðra sjónvarpsefnis.
SkjárKrakkar er áskriftar-VOD þjónusta sem veitir áskrifendum aðgang inná mikið úrval af íslenskt talsettu barnaefni sem er aðgengilegt á myndlyklum sjónvarpsins (Síminn eða Vodafone lyklar). �?ar er hægt að finna teiknimyndir fyrir yngstu börnin sem og vandaðar kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna.
Í fréttartilkynnigu Skjásins segir að með einu mánaðargjaldi sé aðgangur ótakmarkaður.
�??SkjárSport er áskriftarpakki sem enginn íþróttaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara! Frá og með áramótum færðu Eurosport 1 og 2 einungis í SkjáSport en þar er að finna beinar útsendingar og umfjöllum meira en 100 íþróttagreinar! Fótbolti, vetraríþróttir, hjólar.�??

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.