Skoða leiðir til aðstoðar Grindvíkingum
grindavik_loftmynd_grindavik_is
Grindavíkurbær. Ljósmynd/Grindavik.is

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í liðinni viku var umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra.

Þar var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga: Mikil óvissa ríkir um þróun mála í Grindavík eins og staðan er í dag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram um einhvern tíma. Áríðandi er að leysa úr þeim brýna vanda sem íbúar og fyrirtæki standa frammi fyrir, m.a. varðandi húsnæði og aðra aðstöðu.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og framkvæmdastjórum sveitarfélagsins að fara yfir þá möguleika til aðstoðar sem eru til staðar í Eyjum. Grindvíkingar sýndu Eyjamönnum mikinn stuðning í gosinu 1973 og ekki síst í því ljósi er ríkur vilji hjá bæjarstjórn að létta undir með Grindvíkingum í þeim mikla vanda sem við blasir.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.