Sköpunarkraftur í Hvíta húsinu
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir á vinnustofu sinni í Hvíta húsinu. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja býður gestum að skyggnast inn í skapandi heim listafólks á opnu húsi sem hófst á föstudag og lýkur í dag.

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja var stofnað 2. mars 2019 með það að markmiði að sameina, efla og virkja listsköpun í Eyjum og gera verk listamanna sýnilegri – bæði innan samfélagsins og út á við. Félagið fékk 1. október sama ár aðstöðu í Hvíta húsinu við Strandveg 50, sem hefur á undanförnum árum orðið að líflegum vettvangi skapandi starfa í Vestmannaeyjum.

Á föstudaginn hófst opið hús í Hvíta húsinu þar sem gestir geta heimsótt vinnustofur listafólksins, skoðað verk í vinnslu og kynnst fjölbreyttum listgreinum. Áhugi og þátttaka hafa verið góð og ríkir þar skemmtileg og skapandi stemning sem endurspeglar þann kraft og samfélagsanda sem einkennir starf félagsins.

Húsið verður opið í dag, sunnudag kl. 13:00–16:00 og eru íbúar og gestir hvattir til að kíkja við, spjalla við listafólkið og sjá fjölbreytta list í vinnslu. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta, leit við í Hvíta húsinu á föstudag og smellti nokkrum myndum. Hér að neðan má sjá nokkrar þeirra.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.