„Við erum eingöngu á makrílveiðum þessar vikurnar. Það hefur gengið frekar hægt að ná makrílnum og margir dagar farið í að sigla og leita á stóru hafssvæði,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Álsey kom til Þórshafnar í gærkvöldi með 1000 tonn sem Ísfélagsskipin fiskuðu í síðustu daga.
Við erum búnir að fiska 13.000 tonn á þessari vertíð af um 18.000 tonna kvóta félagsins. Þannig að við þurfum að veiða alla vega eina umferð á skipin áður en líður að miðjum September. Það er tíminn sem skipin hafa haft til þessara veiða.“
„Huginn er á landleið með um 1.000 tonn af makríl sem fékkst í Íslenskri lögsögu,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. „Það hefur verið frekar rólegt á miðunum undanfarna daga en það kom svolítið skot í þetta núna um helgina.“
Flotinn er að veiðum djúpt norðaustur af landinu. Vinnslustöðin er með fjögur skip, Gullberg, Ísleif, Huginn og Kap. Hjá Ísfélaginu eru það Álsey, Sigurður, Heimaey og Suðurey sem fiska makrílinn. Öll veiða skipin í eitt skip sem fer í land þegar tilsettum afla er náð og svo koll af kolli.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.