Búið er að opna fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð. Hægt er að skrá börn fædd 2012 og yngri í keppnina, en keppnin skiptist í yngri og eldri flokk. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja skrá börn sín til leiks þurfa að nota Google-aðgang (gmail) til að fylla út skráningareyðublað keppninnar.
Eldri hópur (2012-2016)
https://forms.gle/rd8aZTS6M38oAgRo6
Yngri hópur (2017 og yngri)
https://forms.gle/v2oucpCpbqZ9jM847
,,Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin hljómsveit geti flutt lögin. Forráðamenn keppninnar áskila sér rétt til þess að óska eftir öðru lagi sé það ill framkvæmanlegt eða margir aðrir keppendur skráðir með sama lag. Ekki er hægt að breyta lagavali eftir 17.júlí. Athugið að mæting á æfingu með hljómsveit fimmtudaginn 31.júlí er skilyrði fyrir þátttöku.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst