Laugardaginn 10. janúar verður boðið upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld. Um er að ræða sýningarröð með myndefni sem tekið var á árunum 1924 til 1970, með megináherslu á tímabilið 1950 til 1970. Sýningin hefst kl 11:00.
Myndefnið er afar fjölbreytt og gefur einstaka innsýn í daglegt líf Eyjamanna á þessum árum. Þar má meðal annars sjá sjósókn og fiskvinnslu, mannlíf í bænum, lífið í úteyjum, Þjóðhátíðir og aðra viðburði sem mótuðu samfélagið.
Efnið var tekið af ýmsum aðilum, þar á meðal Lofti Guðmundssyni ljósmyndara, Sveini Ársælssyni, Friðriki Jesson, Guðjóni Ólafssyni og Ósvaldi Knudsen, auk fleirum. Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður, sá um yfirferð og úrvinnslu kvikmyndanna. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Arnar Sigurmundsson mun fara yfir efnið, greina það nánar og leiða umræður með gestum.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst