Laugardaginn 10. janúar verður boðið upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld. Um er að ræða sýningarröð með myndefni sem tekið var á árunum 1924 til 1970, með megináherslu á tímabilið 1950 til 1970. Sýningin hefst kl 11:00.
Myndefnið er afar fjölbreytt og gefur einstaka innsýn í daglegt líf Eyjamanna á þessum árum. Þar má meðal annars sjá sjósókn og fiskvinnslu, mannlíf í bænum, lífið í úteyjum, Þjóðhátíðir og aðra viðburði sem mótuðu samfélagið.
Efnið var tekið af ýmsum aðilum, þar á meðal Lofti Guðmundssyni ljósmyndara, Sveini Ársælssyni, Friðriki Jesson, Guðjóni Ólafssyni og Ósvaldi Knudsen, auk fleirum. Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuður, sá um yfirferð og úrvinnslu kvikmyndanna. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Arnar Sigurmundsson mun fara yfir efnið, greina það nánar og leiða umræður með gestum.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.