Snókerinn hefst í Eyjum
20240907 161707
Aðstaða til snókeriðkunar er mjög góð í Vestrmannaeyjum.

Skráning er hafin í fyrsta snókermót vetrarins en það er hið árlega Karl Kristmanns mót. Um er að ræða einstaklings forgjafarmót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Það er tómstundaráð Kiwanis klúbbsins Helgafell sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Karl Kristmanns.

Á Facebook er hópur sem heitir Klúbbasnóker í Eyjum. Snókerunnendur eru hvattir til að sækja þar um aðgang, enda verður nóg um að vera í vetur. Þar er hægt að skrá sig í mótið en einnig má hafa samband við Daníel Geir Moritz eða Sigurð Sveinsson, oft kenndur við Olís.

Allir eru velkomnir í mótið og er þátttökugjald 3.000 kr. Skráningu lýkur kl. 16.00 á mánudag.

 

Snókerkveðja,
Tómstundaráð Helgafells

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.