�?etta staðfesti Jóhann Jón Ísleifsson formaður meistaraflokksráðs karla hjá Aftureldingu við Fótbolta.net í kvöld.
Atli sem er 19 ára gamall var valinn efnilegasti leikmaðurinn í 2. deild karla á síðustu leiktíð í vali fyrirliða og þjálfara sem Fótbolti.net stóð fyrir.
Atli hefur verið lykilmaður í meistaraflokki Aftureldingar undanfarin fjögur ár en hann skoraði fimm mörk í ellefu leikjum í 2. deildinni á síðustu leiktíð. Í ár hefur hann skorað eitt marki í fyrstu þremur leikjum Aftureldingar í 2. deildinni.
ÍBV er með þrjú stig í 1. deild eftir þrjár umferðir en liðið fær Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvöll næstkomandi fimmtudagskvöld.
www.fotbolti.net greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst