Spennandi ár að baki og mikið fram undan
Okkar maður, Guðmundur Ásgeir Grétarsson.

Það er óhætt að segja að fólk sé farið að iða í skinninu fyrir handboltanum bæði hér heima og erlendis. Konurnar byrja slaginn hér heima eftir HM-hlé í desember og  strákarnir í landsliðinu hefja leik á Evrópumótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í F-riðli mótsins þann 16. janúar gegn Ítalíu. Ásamt Íslandi og Ítalíu eru Pólland og Ungverjaland einnig í F-riðlinum en hann verður spilaður í Kristianstad.

Það er því spenna í loftinu ekki síst hjá okkar manni, Guðmundi Ásgeiri Grétarssyni, formanni  ÍBV B í handboltanum sem lætur sér ekki leiðast næstu vikur og mánuði. Það var líka nóg um að vera hjá honum í síðasta ári og ber þar hæst Stjörnuleikurinn í desember sem orðinn er einn stærsti íþróttaviðburður Vestmannaeyja. Þar er Gummi í stóru hlutverki sem leikmaður.

Það er ekki það eina, því hann á sitt draumalið, ÍBV B sem skipað er okkar bestu og færustu handboltamönnum. Sjálfur er hann formaður og nýjasti leikmaðurinn er miðjumaðurinn Einar Örn sem ÍBV B keypti frá FH. Og áfram verður haldið að styrkja draumaliðið á nýju ári.

Áfram ÍBV B.

Nokkrar myndir sem Óskar Pétur tók á Stjörnuleiknum segja meira en nokkur orð.

 

 

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.