Það er óhætt að segja að fólk sé farið að iða í skinninu fyrir handboltanum bæði hér heima og erlendis. Konurnar byrja slaginn hér heima eftir HM-hlé í desember og strákarnir í landsliðinu hefja leik á Evrópumótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í F-riðli mótsins þann 16. janúar gegn Ítalíu. Ásamt Íslandi og Ítalíu eru Pólland og Ungverjaland einnig í F-riðlinum en hann verður spilaður í Kristianstad.
Það er því spenna í loftinu ekki síst hjá okkar manni, Guðmundi Ásgeiri Grétarssyni, formanni ÍBV B í handboltanum sem lætur sér ekki leiðast næstu vikur og mánuði. Það var líka nóg um að vera hjá honum í síðasta ári og ber þar hæst Stjörnuleikurinn í desember sem orðinn er einn stærsti íþróttaviðburður Vestmannaeyja. Þar er Gummi í stóru hlutverki sem leikmaður.
Það er ekki það eina, því hann á sitt draumalið, ÍBV B sem skipað er okkar bestu og færustu handboltamönnum. Sjálfur er hann formaður og nýjasti leikmaðurinn er miðjumaðurinn Einar Örn sem ÍBV B keypti frá FH. Og áfram verður haldið að styrkja draumaliðið á nýju ári.
Áfram ÍBV B.
Nokkrar myndir sem Óskar Pétur tók á Stjörnuleiknum segja meira en nokkur orð.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst