Spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili

Stelpurnar hefja leik í handboltanum í dag þegar þær taka á móti KA/Þór, nýkrýndum sigurvegurum í mestkarakeppni HSÍ. Flautað verður til leiks klukkan 16:30.

Sigurður Bragason þjálfari liðsins segir að alltaf sé spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili en hann sé meiri en oft áður eftir langt sumarhlé. „Það er alltaf gaman að fara að byrja. Ég hef bullandi trú á að við eigum eftir að gera betur en í fyrra.” Siggi segir markmið vetrarins sé að nálgast þessi topplið meira en gert hefur verið síðustu ár og veita þeim harða samkeppni.

Sigurður segir hópinn vera að koma vel undan löngu hléi. „Við stoppuðum í raun aldrei síðan í mars og vorum stöðugt að hreyfa okkur þó vissulega að þetta hafi verið orðið þreytt, að vera hver í sínu horni allan þennan tíma.“ Nánar er rætt við Sigurð í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.