„Spennistöðin er tengd“
laxey_vidlagafjara_0424_ads_DJI_0131
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Ljósmynd/aðsend.

„Spennistöðin er tengd. Það gleður okkur að tilkynna að núna er Viðlagafjara tengd raforkukerfi landsins.“ segir í facebook-færslu á síðu Laxeyjar í dag. Þar segir ennfremur:

„Hallgrímur Steinsson fékk heiðurinn að gangsetja spennistöðina sem er hönnuð með tilliti til rekstraröryggis í langtímarekstri.
Með því að tengjast raforkukerfi landsins tryggjum við öruggan rekstur með lágmarks áhrif á umhverfið. Laxey hefur nú þegar gert langtímasamning við Landsvirkjun um kaup á endurnýjanlegri raforku fyrir framleiðsluna.
Rafmagn er lykilþáttur fyrir landeldi og sér til þess að Laxey geti tryggt laxinum bestu vaxtarskilyrðin með dælingu og endurnýtingu á jarðsjó. Til að tryggja ótruflaða framleiðslu munu einnig vera vararafstöðvar á svæðinu sem eru nú þegar komnar á svæðið.
Það eru sex mánuðir þangað til að fyrsti skammtur verður færður yfir í landeldið í Viðlagafjöru. Gangsetning spennistöðvarinnar var því merkilegur áfangi í stórri framkvæmd sem er á áætlun.“

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.