Spurt og svarað um jólin

Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir
Jólaljósin upp í byrjun nóvember

Fjölskylda? Gift Vilhjálmi Ísfeld Vilhjálmssyni við eigum 3 börn þau Sigurð Inga, Sigurbjörg Jóna Ísfeld , Svanur Páll Ísfeld og eigum við tvær tengdadætur og 3 barnabörn.
Hvernig leggjast jólin í þig? Bara vel rólegur tími.
Hvaða ilmur minnir þig á jólin? Uhhh það eru ekki komin jól fyrr enn ég er búin að fá skötuna svo skötulykt minnir mig að jólin.
Fer mikill undirbúningur í jólin? Hjá okkur fer ekki mikill tími í jólin við reynum að hafa allt voðalega rólegt og nei eða jú ég geri alltaf sósuna með jólamatnum.
Hvað stendur upp úr á jólunum? Samveran.
Eruð þið með jólahefð? Nei ekkert svoleiðis nema reynum að setja upp jólaljósin í byrjum nóvember.

Lovísa Jóhannsdóttir
Rækjukokteill í forrétt jólahefð

Fjölskylda? Ég er gift Jökli Andra Sigurðssyni og við eigum soninn Daníel Andra.
Hvernig leggjast jólin í þig? Þau leggjast mjög vel í mig og ég hef alltaf verið mikið jólabarn.
Hvaða ilmur minnir þig á jólin? Þegar ömmukökurnar eru í ofninum sem mamma bakar á hverju ári. Síðan eru ilmkerti með jólailmi rosa góð líka.
Fer mikill undirbúningur í jólin? Svona bæði og. Ég byrja snemma að kaupa gjafir og svo skiptum við stórfjölskyldan dögunum á milli okkar. Síðustu ár höfum við ákveðið að vera ekkert að stressa okkur og njóta frekar. Svo jólin koma alveg þó skyrtan sé ekki straujuð eða grænu baunirnar gleymdust í innkaupaferðinni. En þá bjargar Kvenfólk í eyjum hópurinn manni oftast.
Hvað stendur upp úr á jólunum? Mér finnst samverustundirnar skemmtilegastar. Taka röltið á þorláksmessu og kíkja í búðir og hlusta á ljúfa tóna hjá Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Eruð þið jólahefð? Já það er alltaf rækjukokteill í forrétt á aðfangadag og við gæðum okkur á honum þegar bjöllurnar hringja inn jólin. Það er svona eina hefðin sem ég man eftir frá því ég var barn og það sem heldur sér ennþá. Sama uppskriftin kom frá langömmu sem fór síðan til ömmu og þaðan til mömmu og ætli ég sé ekki næst. Annars höfum við síðustu jól bara verið í náttfötunum á aðfangadag svo kannski verður það jólahefð, sem mér finnst æðisleg því hvað er betra en að vera í þæginlegum fatnaði og borða góðan mat.

Hjálmar Þorleifsson
Horfi á allar Lord of the rings myndirnar um jólin

Fjölskylda? Ég á yndislega konu sem heitir Bára Viðarsdóttir og gengur hún um með erfingjann í maganum. Norskan kettling og Greyhound hvolp. Foreldrar mínir eru Ágústa Hulda og Þorleifur Dolli. (Sigurjón Ingvars og Sigurdís Harpa fá bónusstig).
Hvernig leggjast jólin í þig? Þau leggjast helvíti vel í mig. Ég er ekki þekktur fyrir að vera mikið jólabarn en það er gott að sleppa við Herjólf þessi jólin fyrst maður er fluttur á eyjuna aftur.
Hvaða ilmur minnir þig á jólin? Mandarínu og piparkökulyktin er mikill jólailmur fyrir mér.
Fer mikill undirbúningur í jólin? Þessi jólin er lítill undirbúningur því að ekkert jólaskraut er til á heimilinu. Ég hef alltaf verið hjá mömmu um jólin og hún sér um nákvæmlega allt. Nema kannski að kaupa jólagjafir, Báran mín sér alfarið um það.
Hvað stendur upp úr á jólunum? Að hitta alla fjölskylduna og spila nokkur spil.
Eruð þið með jólahefð? Ég hef alltaf horft á allar Lord of the rings í kringum jólin. Svo er alltaf gúrkumót eftir jólamatinn.

 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.