Staðan á skipulagsmálum í Vestmannaeyjum og hvað er framundan
17. mars, 2022
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikil uppbygging hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu sem er mikið gleðiefni.

Í dag eru aðeins 15 lóðir lausar fyrir einbýlishús en engar fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir frístundahús. Árið 2020 voru 33 lausar lóðir en frá þeim tíma hefur verið gert nýtt deiliskipulag og lóðir auglýstar í Áshamrinum, athafnasvæði við Græðisbraut, norðurhluta austurbæjar Sólhlíð, athafnarsvæði við flugvöll og miðbær Hvítingavegur. Samtals eru 30 nýjar lóðir á þessum svæðum meðtöldum fimm lóðum á svæði miðbær Hvítingavegur en þær hafa ekki farið í auglýsingu.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að þétta byggð og hefur það gengið mjög vel eins og fjöldi lausra lóða sýnir.

Nýjar lóðir – nýtt deiliskipulag
Í nýju deiliskipulagi í Áshamrinum er nú þegar búið að úthluta öllum raðhúsalóðunum. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni var ákveðið að auglýsa lóðir fyrir lítil fjölbýlishús, um er að ræða fjórar fjórbýlishúsalóðir, samtals 16 íbúðir. Þá á aðeins eftir að auglýsa fjölbýlishúsalóðina sem er fyrir 18 íbúðir.

Athafnasvæði við Græðisbraut var deiliskipulagt m.a. vegna ákvörðunar um staðsetningu á nýrri slökkvistöð og þá um leið öðrum lóðarhöfum gert kleift að óska eftir breytingum.

Í deiliskipulagi norðurhluta austurbæjar Sólhlíð urðu til nýjar lóðir og hefur öllu verið úthlutað.

Nýtt deiliskipulag, athafnasvæði við flugvöll, var gert og ákveðið að áfangaskipta úthlutun á því svæði, en 11 lóðir voru í fyrsta áfanga. Ákveðið var að áfangaskipta úthlutuninni þar sem óvíst var hver eftirspurn fyrir slíkar lóðir væri. Eftirspurn var framar vonum og verður fljótlega farið í að auglýsa seinni áfanga svæðisins.

Deiliskipulag fyrir miðbæ Hvítingaveg var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi og er nú í stjórnsýslulegu ferli. Lóðirnar eru fimm á því svæði og munu fara í auglýsingu á næstu dögum.

Ný leið í þéttingu byggða
Boðaslóð 8-10, Rauðagerðislóðin, hefur farið í gegnum ferli kauptilboðs í hús og byggingarétt og mun í framhaldinu fara í deiliskipulagsferli en þar má áætla að verði um 18 íbúðir. Um er að ræða mjög spennandi lóð í grónu hverfi. Ráðið ákvað að fara þessa nýju leið með þessa eftirsóttu lóð til þess að fá heildarsýn á reitinn.

Hvað er í vinnslu og skoðun?
Deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæðið er langt komið í vinnslu og mun fara til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði og bæjarstjórn á næstu vikum.

Nýtt svæði fyrir frístundabyggð er í skoðun og mun í framhaldi fara í deiliskipulagsferli.

Miðgerði er á bið þar sem Minjastofnun telur að fornminjar séu á hluta af svæðinu og þarfnast frekari skoðunar þeirra áður en hægt er að úthluta lóðum, en það svæði er nú þegar skipulagt.

Framtíðarsýn
Stóru verkefnin sem eru framundan í skipulagsmálum eru annars vegar Löngulág, malarvöllur og svæðið í kring, en í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir fjármagni í deiliskipulag á því svæði og í framhaldinu mun verða hægt að auglýsa þar fjölbreyttar lóðir. Hins vegar er nýja hraun, þróunarsvæði sem er merkt sem M2 í aðalskipulagi. Svæðið liggur austan við miðbæ á mótum Kirkjuvegar og Skansvegar. Unnið er að minnisblaði fyrir umhverfis- og skipulagsráð um hver möguleg næstu skref eru fyrir svæðið. Mikilvægt er að skoða alla möguleika til að fjölga lóðum í miðbænum, enda lóðir í miðbænum mjög eftirsóttar. Nauðsynlegt er fyrir bæjarfélagið að eiga fjölbreyttar lóðir lausar svo frekari uppbyggingu verði ekki hamlað.

Þegar horft er til baka þá er ekki annað hægt en að dást að framtakssemi og krafti einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélagsins sem standa að baki myndarlegri uppbyggingu í bæjarfélaginu. Slíkt hefur jákvæð áhrif á allt samfélagið og styrkir það um leið. Þetta endurspeglast í ánægju bæjarbúa eins og þjónustukannanir hafa sýnt undanfarin ár. Hér vill fólk búa og líður vel í sínu nærumhverfi.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst