Eyjafréttir hafa fengið afhent skjal frá umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu. Skjalið var lagt fram af HS Veitum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum á gjald skrá félagsins í Vestmannaeyjum.
Áður hafði ráðuneytið synjað Eyjafréttum um afhendingu skjalsins en úrskurðarnefnd um upplýsingamál var sammála Eyjafréttum um mikilvægi þess að íbúar hafi tök á að afla sér gagna til greiningar á gjaldskrá félagsins.
Rétt er að minna á það að HS Veitur hafa einkarétt á dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á rafmagni í Vestmannaeyjum, eða eins og segir m.a. í niðurstöðu úrskurðarnefndar: „Í þessu samhengi skiptir máli að umbeðnar upplýsingar, sem eru rúmlega eins og hálfs árs gamlar, varða hitaveitustarfsemi HS Veitna hf. í Vestmannaeyjum en félaginu hefur verið veitt einkaleyfi á þeirri starfsemi eftir ákvæðum orkulaga.”
Kemur illa út fyrir ráðuneyti og Orkustofnun
Ekki verður annað séð en að ekkert eitt yfirvald fylgist með gjaldskrá veitufyrirtækjanna í landinu. Sjá nánar í fréttaskýringu Tryggva Más í Eyjafréttum í dag sem sýnir ótrúlega framkomu HS Veitna gagnvart Eyjamönnum.
Áskrifendur Eyjafrétta geta nálgast vefútgáfuna hér til hægri á síðunni. Viljir þú gerast áskrifandi smellir þú hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst