Starfshópur leggur fram tillögur til að mæta breyttum aðstæðum á póstmarkaði
26. febrúar, 2022

Starfshópur, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skipaði í ágúst að ósk Alþingis um málefni póstþjónustu og alþjónustu í póstdreifingu hefur í nýrri skýrslu lagt fram fjórar megintillögur til að mæta breyttum aðstæðum á póstmarkaði á Íslandi. Markmið tillagnanna er að draga úr alþjónustubyrði ríkissjóðs um leið og allir landsmenn fái notið póstþjónustu á viðunandi verði. Meðal tillagna er að Byggðastofnun verði falið að endurskoða skilgreiningu virkra og óvirkra markaðssvæða og að skoða útboðsleið á póstmarkaði.

Alþingi samþykkti í fyrra breytingar (lög nr. 76/2021) á lögum um póstþjónustu en í bráðabirgðaákvæði breytingalaganna var ráðherra falið að skipa þverfaglegan starfshóp, m.a. til að greina tækifæri til að lækka kostnað ríkissjóðs af póstþjónustu (alþjónustukostnað) og útfæra tillögur sem tryggja að allir landsmenn fái notið póstþjónustu og greiði fyrir hana viðunandi verð. Starfshópurinn tók til starfa í ágúst og skilaði áfangaskýrslu í september. Lokaskýrsla hópsins hefur verið send umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til frekari skoðunar og umfjöllunar.

Tillögur starfshópsins

Í lokaorðum skýrslu starfshópsins segir að breytingar sé þörf og nauðsynlegt sé að aðlaga regluverk síbreytilegum kröfum. Þar segir m.a.: „Það er auðséð að með áframhaldandi samdrætti í alþjónustumagni og hækkandi aðfangakostnaði mun kostnaður á hverja einingu halda áfram að hækka… … Takmörk eru þó fyrir því hvað markaðurinn er reiðubúinn til að greiða fyrir alþjónustuna. Af þessu leiðir að til að viðhalda fjárhagslegri sjálfbærni alþjónustunnar þarf að aðlaga alþjónustukröfur, greiða með henni eða bæði.“

Starfshópurinn leggur til eftirfarandi fjórar tillögur í skýrslu sinni:

Könnun á þjónustuþörf landsmanna. Þjónustukönnun er ætlað að varpa ljósi á hvernig breyta megi alþjónustu þannig að dregið sé úr kostnaði hennar án verulegrar skerðingar á ábata neytenda um of. Einnig að veita grófa hugmynd um hvað telja má sem viðundandi eða viðráðanlegt verð. Undirbúningur að framkvæmd könnunarinnar er hafinn.

Endurskoðun á skilgreiningu virkra og óvirkra markaðssvæða með hliðsjón af samkeppni. Slíkri endurskilgreiningu er ætlað að jafna samkeppnisgrunn á markaði og draga úr kostnaði ríkissjóðs. Ráðuneytið fól Byggðastofnun að hefja þessu vinnu í byrjun nóvember. Byggðastofnun hefur skilað ráðuneytinu tillögum sínum og mun ráðuneytið birta niðurstöðurnar þegar ráðuneytið hefur farið yfir þær.

Nánari skoðun á útboðsmöguleika. Útboð dregur fram upplýsingar frá markaðnum, meðal annars um alþjónustukostnað, ýtir undir samkeppni um markaði, og getur lækkað alþjónustukostnað. Gerð er grein fyrir hugmyndum Ríkiskaupa vegna mögulegs útboðs í viðauka með skýrslunni.

Skoðun á skörun póstlaga og laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Slíkri skoðun er ætlað að auka á samkeppni og ýta undir að öll fyrirtæki sem sinna sambærilegri þjónustu búi við sambærilegan lagaramma. Unnið er að þessari skoðun í innviðaráðuneytinu.

Í skýrslunni segir þó að jafnvel þótt farið verði eftir tillögunum megi ekki ganga út frá því að allur kostnaður ríkissjóðs vegna alþjónustu falli niður. Að því gefnu að stjórnvöld vilji veita þjónustu umfram það sem markaðurinn leysir verða þau einnig að tryggja fjármögnun þess.

Allar tillögurnar að einni undanskilinni eru enn í vinnslu en vonir standa til að þær muni gefa góða raun.

Nánar um starfshópinn

Í starfshópnum sátu Ísólfur Gylfi Pálmason, fulltrúi innviðaráðherra (þá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) en hann var formaður starfshópsins, Anna Guðrún Ragnarsdóttir, fulltrúi innviðaráðherra, sem jafnframt er verkefnisstjóri, Steinunn Sigvaldadóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra, Sigrún Ólafsdóttir, fulltrúi forsætisráðherra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fulltrúi landshlutasamtaka sveitarfélaga, Eyþór Björnsson, fulltrúi landshlutasamtaka sveitarfélaga, Snorri Björn Sigurðsson, fulltrúi Byggðastofnunar, Eva Ómarsdóttir, fulltrúi Samkeppniseftirlitsins, Benedikt S. Benediktsson, fulltrúi Samtaka verslunar og þjónustu, Árni Grétar Finnsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins og Breki Karlsson, fulltrúi Neytendasamtakanna. Með starfshópnum störfuðu einnig sérfræðingar í ráðuneytinu.

Í tengslum við vinnu starfshópsins funduðu formaður og verkefnastjóri með forsvarsfólki Íslandspósts, Póstdreifingar og Póstmarkaðarins, Dropps, innanlandssviðs Eimskipa, Samskipa innanlands, Samkeppniseftirlits, Fjarskiptastofu, Ríkiskaupa, Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu og Byggðastofnunar. Einnig var fundað með fyrrum forstjórum Íslandspósts.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst