Vestmannaeyjabær auglýsir hér með eftir starfsmanni í 100% starf í �?jónustumiðstöð Vestmannaeyja.
Um er að ræða almennt starf sem tengist fjölmörgum verkefnum í ýmsum málaflokkum svo sem umferða- og samgöngumálum, umhverfismálum, holræsa- og fráveitumálum svo eitthvað sé nefnt.
�?skilegt er að umsækjandi sé með meirapróf og vinnuvélaréttindi. Viðkomandi getur hafið störf strax eða eftir samkomulagi.
Um reyklausan vinnustað er að ræða.
Laun samkvæmt kjarasamningi Stavey og Drífanda.
Nánari upplýsingar gefur Guðmundur �?. B. �?lafsson, rekstrarstjóri �?jónustumiðstöðvar, Heiðarvegi 14, sími 488-2500.
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2017.
Umsóknum skal skilað í afgreiðslu á bæjarskrifstofurnar að Bárustíg 15, fyrir þann tíma.