Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra hefur skipað Stefán Hauk Jóhannesson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. nóvember nk. Stefán Haukur er sonur Jóhannesar í bankanum og Minnu konu hans og Eyjamaður í húð og hár. Stefán var aðalsamningamaður í aðildarviðræðum við ESB og gegni starfi skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu og almennrar skrifstofu. Undanfarna mánuði var Stefán yfirmaður eins af eftirlitsteymum �?SE í �?kraínu.
Stefán Haukur á að baki víðtæka reynslu í utanríkisþjónustunni, en áður en hann tók við embætti ráðuneytisstjóra var hann m.a. starfsmannastjóri og skrifstofustjóri yfir viðskiptasamningum. Einnig hefur hann gegnt ábyrgðarstöðum í Brussel og Genf.