Stefna á að sorpeiðing standi undir sér
1c3c9eb489e2ccb722aa6872473f7611

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Lögð var fram gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2023.

Aðlögunartími
Alþingi samþykkti nýlega lög um breytingar á nokkrum lögum er varða úrgangsmál, sorpeyðingu o.fl., til innleiðingar á svokölluðu hringrásarhagkerfi. Með því þurfa sveitarfélög að innleiða breytt kerfi um urðun úrgangs og sorpeyðingu. Meðal atriða er að sorpeyðing standi undir sér fjárhagslega og að fyrirtæki og einstaklingar greiði fyrir það magn sorps sem se, losað er. Í lögunum er gert ráð fyrir ákveðnum innleiðingartíma, m.a. að sorphirðu og sorpeyðingargjöld standi undir 50% af kostnaðinum á fyrsta árinu og svo 25% á árinu eftir. Álagning sorpeyðingar og sorphirðu í gjaldskrá Vestmannaeyja við álagningu fasteignagjalda (fasteignaskatts, sorpeyðingar, sorphirðu, holræsisgjalda og lóðaleigusamninga) fyrir árið 2023, verði með þeim hætti sem bæjarráð samþykkti í janúar sl., en starfsfólki Vestmannaeyjabæjar verði falið að útfæra kerfi sorpeyðingargjalda og sorphirðu á þessu ári og lokið verði álagningu síðar á árinu til að fjármagna þau gjöld sem eftir standa til að mæta ákvæðum laga um hringrásarhagkerfið.

Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni um málið fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar Bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn hefur þegar staðfest á fundi sínum 19. janúar síðastliðinn gjald fyrir sorphirðu og gjald fyrir sorpeyðingu og fyrirkomulag á innheimtu þess.
Ráðið mun endurskoða gjaldskránna á miðju ári með tilliti til þeirra lagabreytinga sem tóku gildi nú um áramót.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að auglýsa gjaldskrá í B-tíðindum og birta hana á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar eftir að Bæjarstjórn hefur staðfest hana.

Nýjustu fréttir

Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.