Á félagsfundi ÍBV-íþróttafélags í gærkvöldi, var samþykkt með 50 atkvæðum gegn 3 að ÍBV-íþróttafélag kanni hvort hægt sé að fjármagna yfirbyggða stúku við Hásteinsvöll með 770 sætum. Í tillögunni kom jafnframt fram að ef fjármögnun reynist ekki möguleg, verði farin önnur leið í að uppfylla skilyrði Leyfiskerfis KSÍ, minni stúka.