Stefnan í vinnslu
vatn_logn_08_op
Myndin er tekin þegar síðast var lögð vatnslögn til Eyja, árið 2008. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Tjón á neysluvatnslögn var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Fram kemur í fundargerð að lögmenn Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna hf. séu að vinna að stefnu vegna tjóns sem varð á neðansjávarlögninni NSL-3 í nóvember 2023 þegar akkeri festist í og skemmdi lögnina. Verður útgerðarfélagi skipsins stefnt fyrir dóm auk tryggingafélaga. Stefnan er í vinnslu að sögn lögmanna.

Í tengslum við stefnugerð þá er enn beðið eftir greiðslu viðurkenndra tjónsbóta frá VÍS en væntingar eru um að þær berist mjög fljótlega sem hefur áhrif á kröfugerð málsins. Þá stendur einnig yfir mikilvæg gagnaöflun í gegnum opinbera aðila en hún mun nýtast í málatilbúnaði bæjarins og HS Veitna hf. Málið er yfirgripsmikið og flókið og því hefur undirbúningurinn tekið nokkurn tíma.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.