Handbolta stelpurnar fá Fram í heimsókn í dag í öðrum leik einvígis liðanna í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan 19:40!
Fram unnu fyrsta leikinn sannfærandi 28-18 og því verðugt verkefni framundan hjá ÍBV að snúa taflinu við. “Stuðningurinn skiptir ótrúlega miklu máli og treystum við á ykkur kæru stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn og láta vel í ykkur heyra,” segir í tilkynningu frá ÍBV.
Miðasala er hafin á Stubbur-app og leikurinn er í beinni útstendingu á Stöð 2 sport.