Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin marka upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi.
Leiknum verður streymt á Valur TV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst